Keflavík áfram í VÍS-bikar karla en Njarðvík úr leik
32-liða úrslit VÍS-bikars karla héldu áfram í kvöld og voru Keflvíkingar og Njarðvíkingar að etja kappi en Grindavík sat hjá. Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn og hafði sigur, 102-90, en Njarðvíkingar sóttu ekki gull í greipar Álftnesinga og töpuðu 99-93.
Darrel Latrell Morsell var stigahæstur Keflvíkinga með 28 stig og tók 14 fráköst.
Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga með 34 stig.
Tölfræði leikjanna verður sett inn þegar hún berst.