SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Keflavík áfram í VÍS-bikar karla en Njarðvík úr leik
Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld.
Mánudagur 20. október 2025 kl. 21:01

Keflavík áfram í VÍS-bikar karla en Njarðvík úr leik

32-liða úrslit VÍS-bikars karla héldu áfram í kvöld og voru Keflvíkingar og Njarðvíkingar að etja kappi en Grindavík sat hjá. Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn og hafði sigur, 102-90, en Njarðvíkingar sóttu ekki gull í greipar Álftnesinga og töpuðu 99-93.

Darrel Latrell Morsell var stigahæstur Keflvíkinga með 28 stig og tók 14 fráköst.

Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga með 34 stig.

Tölfræði leikjanna verður sett inn þegar hún berst.

Dubliner
Dubliner