Stapi fagnar 60 ára afmæli
Hátíð í Hljómahöll 23. október
Þann 23. október kl. 17:00 verður haldin sérstök afmælishátíð í Stapanum í Hljómahöll til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá því húsið var fyrst tekið í notkun.
Afmælishátíðin verður öllum opin og aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtilega dagskrá þar sem bæði verður litið til baka yfir sögu hússins og fagnað framtíðinni með tónlist og samveru.
Á sviðinu munu stíga:
-
Synir Rúnna Júl
-
Nina Simone Tribute
-
Magnús & Jóhann
„Þetta verður hátíðleg stund þar sem við minnumst þessarar merku byggingar sem hefur verið hjarta menningarlífs á Suðurnesjum í áratugi,“ segir í tilkynningu frá Hljómahöll.
Afmælishátíðin er haldin í sjálfum Stapanum, sem hefur gegnt lykilhlutverki í menningar- og tónlistarlífi svæðisins allt frá upphafi. Þar hafa verið haldnir ótal tónleikar, viðburðir og samkomur sem hafa markað spor í sögu Suðurnesja.
Hátíðin hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 23. október, og öllu almenningi er boðið að koma og fagna þessum tímamótum.
