Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Viðskipti

Joe & the Juice til Keflavíkur
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi fyrir framan Hafnargötuna í Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 22. október 2025 kl. 10:06

Joe & the Juice til Keflavíkur

N1 og Joe & The Juice hafa undirritað samning um tvo nýja staði Joe & The Juice á stöðvum N1. Nýju staðirnir verða á N1 Borgartúni í Reykjavík og í húsnæði N1 við Hafnargötu 86 í Keflavík.

Samningurinn markar endurkomu Joe & the Juice til Suðurnesja, en fyrirtækið starfrækti áður tvo veitingastaði á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir hefjast á næstunni og áætlað að báðir staðir opni snemma á nýju ári.

Á báðum stöðum verður í boði bílalúga til að þjóna viðskiptavinum sem meta hraða og þægindi. Fólk getur þá pantað fyrir fram í Joe appinu, sem styttir biðtíma og sótt pantanir sínar fljótt og þægilega.

Samhliða breytingunum hættir Nesti ferskt og fljótt í Borgartúni en Ísey Skyr Bar heldur áfram þar sem Nesti var áður.

„Við erum mjög ánægð að fá Joe & the Juice til liðs við okkur á þessum tveimur stöðum og ekki síst að glæða húsið á Hafnargötunni aftur lífi, sem skiptir okkur miklu máli,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður einstaklingssviðs N1. „Joe er vörumerki sem fellur vel að stefnu okkar um þægindi og gæði, og bílalúgan er skref í þá átt að mæta enn betur þörfum viðskiptavina.“

„Þetta er ótrúlega spennandi tímamót fyrir okkur,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Joe & The Juice á Íslandi. „Að snúa aftur til Keflavíkur er eins og heimkoma og nú í hjarta bæjarins þar sem við náum bæði heimamanna og ferðamanna. Borgartún opnar svo nýja möguleika fyrir okkur í Reykjavík. Við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum sömu frábæru Joe-stemninguna og þá orku sem gerir hvern dag betri.“

Joe & the Juice starfrækir í dag átta kaffihús víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.

Dubliner
Dubliner