Snarpur skjálfti við Kleifarvatn
Í dag, 22. október klukkan 15:24, mældist skjálfti af stærð 3,6 vestur af Kleifarvatni, í Móhálsadal. Er þetta á sama stað og skjálfti sem varð snemma í morgun kl. 04:50 og mældist af stærð 3,1.
Nokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt en Veðurstofunni hafa þó ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.