Elma Rún tekur stórt skref í Þjóðleikhúsinu
Elma Rún Kristinsdóttir hefur lengi látið sig dreyma um að koma að uppsetningu á stóru leikverki í atvinnuleikhúsi á Íslandi og nú hefur sá draumur ræst fyrr en hún þorði að vona. Tækifærið kom í uppsetningu á hinum þekkta söngleik um Línu Langsokk sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nýlega. „Þetta hefur verið draumur lengi en draumur sem ég hélt að myndi ekki rætast svona snemma.“
Tækifærið kom að eigin sögn eftir mikla vinnu og vaxandi verkefni undanfarin ár. „Ég hef verið að semja og vinna mikið. Þegar tækifærið kom, þá bara greip ég það – ótrúlega heppin.“