Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Öll Suðurnesjaliðin unnu í Bónusdeild karla
Deandre Kane var í borgaralegum klæðnaði í leik gærkvöldsins vegna brákaðs rifbeins.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 24. október 2025 kl. 04:29

Öll Suðurnesjaliðin unnu í Bónusdeild karla

Grindvíkingar ósigraðir á toppnum

Fjórða umferð Bónusdeildar karla hófst í gærkvöldi og voru öll Suðurnesjaliðin að keppa og unnu öll. Grindavík sem er eina ósigraða liðið og er á toppnum, vann KR 78-77, Njarðvík tók á móti Tindastóli og vann 98-90, og Keflavík fór í Laugardalshöllina og unnu nýliða Ármanns, 94-107.
Njarðvík-Tindastóll 98-90 (30-21, 21-22, 23-25, 24-22)

Njarðvíkingar voru yfir nánast allan tímann og hafa náð vopnum sínum með tveimur sigrum í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Kaninn þeirra, Brandon Averette, var talsvert á milli tannanna á stuðningsmönnum eftir fyrstu tvo leikina en hann hefur náð sér mjög vel á strik síðan þá og Njarðvíkingar virðast kominir á beinu brautina.

Tölfræði leiksins:

Njarðvík: Brandon Averette 28/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dwayne Lautier-Ogunleye 21/7 fráköst, Dominykas Milka 17, Mario Matasovic 13/11 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0.


Tindastóll: Adomas Drungilas 25/8 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 19, Ivan Gavrilovic 18/10 fráköst, Dedrick Deon Basile 11/6 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 11/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 4, Ragnar Ágústsson 2, Pétur Rúnar Birgisson 0, Davis Geks 0, Hannes Ingi Másson 0.


Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson, Stefán Kristinsson

Grindavík-KR 78-77 (20-21, 21-21, 17-22, 20-13)

Grindavík lék án Deandre Kane sem brákaði rifbein í leiknum á móti Álftanesi í síðustu umferð og ekki nóg með það, Khalil Shabazz, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik, reyndi að hefja leik í seinni hálfleik en fór fljótlega út af. Þetta var leikur tveggja taplausra liða en það var ekki að sjá í leiknum, margir tapaðir boltar litu dagsins ljós en Grindavík hafði betur í lokin og eru einir á topnnum, taplausir.

Tölfræði leiksins:

Grindavík: Arnór Tristan Helgason 17/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 12, Daniel Mortensen 10/6 fráköst, Jordan Semple 10/16 fráköst/5 stoðsendingar, Khalil Shabazz 7, Nökkvi Már Nökkvason 4, Ragnar Örn Bragason 3, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Unnsteinn Rúnar Kárason 0.


KR: Aleksa Jugovic 21, Friðrik Anton Jónsson 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Linards Jaunzems 13/6 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 11/5 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 7/5 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 5/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 3/7 fráköst/8 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 2, Benóní Stefán Andrason 0, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lárus Grétar Ólafsson 0.


Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson
Áhorfendur: 300

Ármann-Keflavík 94-107 (22-27, 26-30, 17-26, 29-24)

Sigur Keflavíkinga var öruggur en þeir skörtuðu nýjum útlenskum leikmanni, Egor Kouleshov sem skoraði 18 stig og tók 6 fráköst. Keflvíkingar hafa unnið þrjá leiki og tapað einum og eru í 2-4. sæti. 

Hjá Ármanni var Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson stigahæstur með 22 stig og gaf 9 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins:

Ármann: Bragi Guðmundsson 22/9 stoðsendingar, Frosti Valgarðsson 16, Lagio Grantsaan 15, Arnaldur Grímsson 13/4 fráköst, Dibaji Walker 10/5 fráköst, Daniel Love 10/5 fráköst, Kári Kaldal 3, Alfonso Birgir Gomez Söruson 3, Marek Dolezaj 2/4 fráköst, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0, Jóel Fannar Jónsson 0.


Keflavík: Craig Edward Moller 27/13 fráköst, Egor Koulechov 18/6 fráköst, Jaka Brodnik 14/10 fráköst, Hilmar Pétursson 12/5 fráköst, Darryl Latrell Morsell 12, Ólafur Björn Gunnlaugsson 11, Valur Orri Valsson 9, Halldór Garðar Hermannsson 4, Eyþór Lár Bárðarson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0, Viktor Magni Sigurðsson 0.

Dubliner
Dubliner