Þúsund manna fjör á Góðgerðarfesti Blue Car - myndir
Góðgerðarfest BLUE Car Rental var haldið í sjötta sinn síðasta laugardag og sló öll fyrri met. Reiðhöllin hjá Mána breyttist í einstakt hátíðarrými þar sem tónlist, gleði og samhugur voru í forgrunni. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið hátíðarinnar einfalt: Að safna fjármunum til góðra mála.
Frá því hátíðin var fyrst haldin fyrir fimm árum hefur hún stækkað með hverju árinu og í þetta sinn mættu um þúsund manns til að taka þátt. Þá voru rúmlega 100 fyrirtæki og einstaklingar sem styrktu verkefnið og söfnuðust yfir 30 milljónir króna sem munu renna til 25 málefna.
Blue Car Rental vill senda innilegar þakkir til fyrirtækja, félaga, listamanna, sjálfboðaliða, gesta og allra þeirra sem tóku þátt í að gera Góðgerðarfest 2025 að ógleymanlegri hátíð.
Hér fylgir myndasafn frá hátíðinni.