BVT
BVT

Mannlíf

Vinkonukvöld Æsu með gleði og góðu gengi
Föstudagur 24. október 2025 kl. 09:45

Vinkonukvöld Æsu með gleði og góðu gengi

Hið árlega Vinkonukvöld Lionsklúbbsins Æsu var haldið föstudaginn 10. október síðastliðinn. Að venju ríkti bleikt þema í samræmi við Bleikan október, og skapaði það hlýlega og jákvæða stemningu í salnum.

Gestum var boðið upp á ljúffengar veitingar að hætti félagskvenna, og barinn var opinn fyrir þá sem vildu fríska sig við. Gunnheiður Kjartansdóttir stýrði kvöldinu sem kynnir og hélt uppi fjörinu eins og henni einni er lagið.

Í ár var happdrætti kvöldsins tileinkað Minningarsjóðnum Erninum, sem styður börn og ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Til að kynna verkefnið komu þær Þóranna og Viktoría og sögðu frá starfi sjóðsins. Nánari upplýsingar má finna á arnarvaengir.is.

Auk þess styrktu Æsusystur Krabbameinsfélag Suðurnesja með sölu á Bleikri októberrós og Bleika Pardusinum, sem jafnframt var notaður til að skreyta salinn.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Ungleikhúsið mætti og sýndi „brot af því besta“, og félagskonur héldu tískusýningu á íslenskum búningum sem vöktu mikla athygli fyrir fjölbreytni og fegurð. Að lokum steig trúbador á svið og hélt uppi stemningunni fram á kvöld.

Það er óhætt að segja að Vinkonukvöld Æsu hafi tekist einstaklega vel, fullt af hlýju, samveru og stuðningi við góð málefni.

Myndirnar frá kvöldinu segja þó meira en mörg orð. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta, vf.is


Kærar þakkir fyrir, Sigfríð Andradóttir,

netstjóri og varaformaður Lkl. Æsu

Vinkvennakvöld Æsu

Dubliner
Dubliner