Sólríkt Suðurnesjamagasín á Tenerife
Suðurnesjamagasín er að þessu sinni sent frá Tenerife. Núna þegar vetur er að ganga í garð er ekki úr vegi að skella sér suður á bóginn og drekka í sig sól og sögur af Suðurnesjafólki sem hefur tekið ákvörðun um að gera eldfjallaeyjuna undan ströndum Afríku að sínu heimili.
Í þessum þætti tökum við hús á Keflvíkingnum Davíð Kristinssyni sem býr í Guía de Isora með eiginkonu og tveimur dætrum en sú þriðja býr á Íslandi þar sem hún stundar framhaldsnám.
Þá hittum við Disley Torralba á amerísku ströndinni á Tenerife. Hún flutti nýverið frá Reykjanesbæ með fjölskylduna og settist að á Tene. Þar þjónustar hún íslenska ferðamenn og býður þeim m.a. túlkaþjónustu.
Áhugaverður þáttur sem vert er að gefa gaum.

