Járngerður - 7. upplýsingarfundur
Á sjöunda upplýsingafundi Járngerðar, hagsmunafélags Grindavíkur, sem fram fór á Teams 27. október voru ýmis mál til umfjöllunar.
Meðal þess var endurkauparéttur Grindvíkinga á fyrri eignum en Þórkatla vinnur nú að endurkaupaáætlun. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að hafa ekki merkt við það í samningi við Þórkötlu að hafa forskaupsrétt. Örn Viðar Skúlason frá Þórkötlu sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því og allir munu hafa kost á endurkaupum.
Fram kom að margir hafi setið eftir með flelri spurningar en svör eftir upplýsingafund í síðustu viku.
Spurningar um hættumat og áhættumat komu fram og því svarað af fulltrúa Grindavíkurnefndar.
Fundirnir eru um hálftíma langir og hægt er að smella hér á myndskeiðið til að heyra og sjá.

