Dubliner
Dubliner

Fréttir

Lögregla óskar eftir upplýsingum: Ekið á unga stúlku í bleikum snjógalla á Ásbrú
Miðvikudagur 29. október 2025 kl. 17:28

Lögregla óskar eftir upplýsingum: Ekið á unga stúlku í bleikum snjógalla á Ásbrú

Lögreglan á Suðurnesjum leitar eftir því að ná tali af unri stúlku og/eða foreldrum hennar eftir að bifreið ók á hana á Ásbrú kl. 15:45 í dag, miðvikudaginn 29. október. Atvikið átti sér stað á Grænásbraut við Skógarbraut.

Að sögn lögreglu sagðist stúlkan vera í lagi en hljóp í burtu þegar ökumaður ætlaði að ná tali af henni. Lögreglan vill staðfesta ástand stúlkunnar og hvetur hana eða forráðamenn hennar til að hafa samband við embættið hið fyrsta.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Okkur langar mikið til að heyra í stúlkunni eða foreldrum hennar til að kanna hvort hún sé ekki örugglega ómeidd,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum.

Dubliner
Dubliner