Dubliner
Dubliner

Fréttir

Tugir ökumanna sátu fastir í skafrenningi milli Sandgerðis og Keflavíkur í morgun
Meðfylgjandi myndir sýna aðstæður á Stafnesvegi í morgun.
Miðvikudagur 29. október 2025 kl. 13:45

Tugir ökumanna sátu fastir í skafrenningi milli Sandgerðis og Keflavíkur í morgun

Á sjötta tímanum í morgun, 29. október, barst aðstoðarbeiðni til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði vegna ökumanna sem höfðu fest sig á leiðinni milli Sandgerðis og Keflavíkur. Mikill skafrenningur var á svæðinu eftir snjókomuna í gær og færð erfið á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi.

Skömmu síðar kom í ljós að verkefnið væri umfangsmeira en upphaflega var talið og voru því kallaðar út viðbótarsveitir í Garði og Reykjanesbæ til aðstoðar. Samkvæmt tilkynningu frá Sigurvon stóðu aðgerðir í um þrjár og hálfa klukkustund og tugir ökumanna voru í vandræðum vegna færðar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Alls tóku 10 bílar frá lögreglu og björgunarsveitum þátt í verkefnum morgunsins.

Dubliner
Dubliner