Íþróttir

Grindavík getur náð toppsæti 2. deildar kvenna
Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði tvö marka Grindvíkinga í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 08:15

Grindavík getur náð toppsæti 2. deildar kvenna

Í gær tók Grindavík á móti Hamar frá Hveragerði í 2. deild kvenna. Grindavík, sem er í öðru sæti deildarinnar, hafði 3:0 sigur og er nú fimm stigum frá toppliði HK. Grindavíkurstelpurnar hafa leikið tveimur leikjum færra en HK og geta því komist í efsta sæti deildarinnar sigri þær báða leikina.

Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga (44' og 48').

Það var svo Unnur Stefánsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki á 78. mínútu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, fór á völlinn og tók eftirfarandi myndir.

Grindavík - Hamar | 2. deild kvenna 2020