Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur í hópfimleikum
Föstudagur 22. nóvember 2024 kl. 06:16

Frábær árangur í hópfimleikum

Nokkrir þjálfarar ákváðu að styrkja liðið

Meistaraflokkur fimleikadeildar Keflavíkur keppti, í fyrsta skipti eftir margra ára hlé, á haustmóti um liðna helgi. Nokkrar ungar konur, sem höfðu hætt í fimleikum árið 2022 en þjálfa nú allar hjá deildinni, ákváðu að styrkja fámennt lið Keflavíkur í fyrsta flokki og byrjuðu því að æfa aftur aðeins sex vikum fyrir mótið. Þar sem þær þjálfa allar hjá deildinni ásamt því að sinna námi var sókn á æfingar ansi mikið púsl en þær mættu um einu sinni til þrisvar í viku til þess að undirbúa sig.

Liðið skipaði Anna María Pétursdóttir, Ásdís Birta Hafþórsdóttir, Emma Jónsdóttir, Emma Karen Þórmundsdóttir, Hrafnkell Máni Másson, Hugrún Lea Elentínusdóttir, Kamilla Magnúsdóttir, Lovísa Ósk Ólafsdóttir, Margrét Karítas Óskarsdóttir og Snædís Ívarsdóttir. Þær Freyja Líf Kjartansdóttir og Melkorka Sól Jónsdóttir féllu út úr liðinu aðeins viku fyrir mótið vegna óheppilegra meiðsla. Liðið stóð sig frábærlega og lenti í öðru sæti á gólfi, öðru sæti á dýnu, fyrsta sæti á trampólíni og í fyrsta sæti samanlagt með 45,165 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024