Verne Global Atvinna
Verne Global Atvinna

Íþróttir

Elísabet sló sextán ára gamalt met
Elísabet var í feikna stuði og sló sextán ára gamalt aldursflokkamet meyja í 50 metra flugsundi. VF-myndir: Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson skrifar
miðvikudaginn 29. september 2021 kl. 08:48

Elísabet sló sextán ára gamalt met

Glæsilegur árangur sundfólks ÍRB um helgina

Afar flottur árangur náðist hjá sundfólki ÍRB á fyrsta sundmóti vetrarins, Ármannsmótinu í Laugardalslauginni 25.–26. september. Góð stemmning og mikil og flottur andi alla helgi einkenndi lið ÍRB. Sundmennirnir unnu til margra verðlauna og náðu mörgum mjög sterkum sundum. Margir sundmenn voru að vinna nokkrar greinar og athyglisverður árangur í sumum greinum. Sá sundmaður ÍRB sem vakti mesta athygli um helgina var Elísabet Arnoddsdóttir. Hún var í feikna stuði og sló sextán ára gamalt aldursflokkamet meyja í 50 metra flugsundi og var jafnframt eingöngu 2/10 frá aldursflokkametinu í 100 metra flugsundi. Um leið sló hún fjögur innanfélagsmet í greinunum. Margir aðrir sundmenn voru að vinna greinar og sumir unnu fleiri en eina en það voru þau: Alexander Logi Jónsson, Árni Þór Pálmason, Denas Kazulis, Gísli Kristján Traustason, Nikolai Leo Jónsson, Athena Líf Þrastardóttir, Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir. Jafnframt náðu sex sundmenn lágmörkum fyrir verkefni erlendis í janúar sem félagið stefnir á að fara.