Elías skoraði í tapleik
Elías Már Ómarsson heldur áfram að hrella markverði í hollensku B-deildinni í knattspyrnu en hann skoraði eina mark Excelsior í 1:3 tapi gegn Roda.
Elías kom Excelsior yfir á 7. mínútu en heimamenn í Roda svöruðu með þremur mörkum og unnu leikinn.
Elías er lang markahæsti leikmaður deildarinnar og hefur skorað fimm mörkum meira en næsti leikmaður. Þetta var sjötta mark hans í síðustu fjórum leikjum og hans sextánda í 14 leikjum.
Excelsior er í 8. sæti deildarinnar.


 
	
			 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				