Flugstefna Íslands
Flugstefna Íslands

Íþróttir

Dagur Kár aftur til Grindavíkur
Fimmtudagur 29. ágúst 2019 kl. 07:44

Dagur Kár aftur til Grindavíkur

Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur samið á nýjan leik við bakvörðinn Dag Kár Jónsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Dagur lék á síðastu leiktíð með Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.

Síðast lék Dagur í Dominos deildinni með Grindavík á þarsíðasta tímabili, var þá 17 stig og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn besti leikmaður Grindavíkur á þeirri leiktíð, segir á karfan.is.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs