Íþróttir

Borða alltaf Serrano fyrir leik
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl. 07:25

Borða alltaf Serrano fyrir leik

Nafn: Helena Rafnsdóttir
Aldur: Sautján ára (verður átján 11. desember)
Treyja númer: 5
Staða á vellinum: Spila aðallega sem bakvörður eða framherji
Mottó: Don’t hope for it, work for it!


Helena Rafnsdóttir er í leikmannahópi nýliða Njarðvíkur sem hefur heldur betur farið vel af stað í Subway-deild kvenna og skipa efsta sæti deildarinnar. Helena svarar laufléttum spurningum í uppleggi Víkur-frétta.

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Nei ekki þannig. Eina sem ég er með er að ég borða alltaf Serrano fyrir leik. Svo hlusta ég á góða tónlist og kem mér þannig í gírinn. 

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Ég byrjaði í körfu fimm ára. Ég æfði líka fótbolta í smá og fimleika lengi en fannst alltaf langskemmtilegast í körfu, svo ég valdi það. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Michael Jordan. 

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Hef alltaf litið mest upp til Ingibjargar [Vilbergsdóttur] frænku, sem spilaði líka körfubolta. Svo líka mamma og pabbi.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Að lenda í öðru sæti á Norðurlandamótinu með U-18 í sumar. 

Hver er besti samherjinn?
Aliyah Collier er rugl góð. 

Aliyah Collier hefur heldur betur smollið inn í lið Njarðvíkur á tímabilinu og Helenu finnst hún „rugl góð“.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Get ekki nefnt eina, fullt af mjög góðum leikmönnum í þessari deild.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Bara að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og komast með liðið í Playoffs! 

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Út í skóla og spila í Evrópu seinna. 

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Ég ætla að taka ungt lið af stelpum sem ég hef spilað með í yngri landsliðum. Vilborg Jónsdóttir (Njarðvík), Elísabeth Ýr (Haukar), Emma Sóldís (Fjölnir) og Agnes María (Keflavík).

Fjölskylda/maki:
Bý með foreldrum mínum og tveimur systrum. 

Hvert er helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
Hef ekki enn afrekað eitthvað svaka en hef alltaf fengið góðar einkunnir í skóla. 

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Finnst mjög gaman að lyfta, annars bara vera með vinum og fjölskyldu. 

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Myndi örugglega sofa út. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Myndi segja Taco en gott kjöt og sætar er líka alltaf gott. 

Ertu öflug í eldhúsinu?
Ég get reddað mér má segja. 

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Nei, ekki svo ég viti. Því miður. 

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Já, skipulagsleysi og óstundvísi.

Tengdar fréttir