Íþróttir

Barna-og unglingastarf blak-deildar Keflavíkur á uppleið
Sunnudagur 5. mars 2023 kl. 07:30

Barna-og unglingastarf blak-deildar Keflavíkur á uppleið

Um næst síðustu helgi kepptu 18 iðkendur kvenna á bikarmóti Blaksambands Íslands sem haldið var á Akureyri. Blakdeild Keflavíkur var með fullskipað lið í U14 og U16. Að auki voru tveir keppendur með sameiginlegu liði Þróttar í U20. 

Allt voru þetta keppendur sem hófu nýlega æfingar í blaki og voru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti, nema Eydís Steinþórsdóttir keppandi í U20 sem var að keppa í annað sinn. U14 hafnaði í 7. sæti, U16 varð í þriðja sæti í sínum riðli og U20 endaði í 6.sæti. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að sögn Guðrúnar Jónu Árnadóttur, þjálfara, var frammistaða og keppnisandi liðanna til fyrirmyndar og þrátt fyrir að keppendur hafi verið að stíga sín fyrstu skref gáfu þær ekkert eftir á móti þaulvönum andstæðingum. 

 Þess má geta að hópurinn fékk nýverið liðstyrk frá þrem systrum frá Venesúela sem komu til landsins sem flóttamenn og spiluðu blak í sínu heimalandi. Þá veitti Rafholt systrunum ferðastyrk sem gaf þeim tækifæri að taka þátt í mótinu, þakkar blakdeild Keflavíkur sérstaklega fyrir stuðninginn.