Langbest
Langbest

Fréttir

Viðar Oddgeirsson látinn
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 14:09

Viðar Oddgeirsson látinn

Keflvíkingurinn Viðar Oddgeirsson var bráðkvaddur á heimili sínu sl. föstudag.
 
Viðar starfaði hjá RÚV frá árinu 1986, þar af síðustu 16 ár sem yfirmaður tæknisviðs fréttastofunnar. Viðar kenndi grunnnám rafiðna við Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tveggja ára skeið en Viðar var rafvirkjameistari að mennt.
 
Viðar var ötull safnari myndbandsefnis sem tengdist Suðurnesjum og myndaði íþróttakappleiki í áratugi auk þess að mynda á Suðurnesjum fyrir fréttastofu RÚV. 
 
Viðar, sem var sextugur, lætur eftir sig tvo syni, fimm barnabörn og sambýliskonu.
 
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju innan skamms.
Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja