ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Fréttir

Súlur með fuglaflensu
Á myndinni með fréttinni má sjá fljótandi hræ af súlu í höfninni í Keflavík. VF-mynd: hbb
Sunnudagur 15. maí 2022 kl. 07:52

Súlur með fuglaflensu

Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Af þeim átta sýnum sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar.

Undanfarnar vikur hefur fólk verið að ganga fram á veika fugla. Fjölmargar veikburða súlur hafa fundist í fjörum á Suðurnesjum. Þannig hefur fólk verið að ganga fram á veika og dauða fugla á Garðskaga, í Leirunni og í Sandvík á Reykjanesi. Nokkrir veikir fuglar hafa hafa einnig sést í Reykjanesbæ. Hafa þeir jafnvel verið komnir heim að dyrum hjá fólki.