RVK Asian
RVK Asian

Fréttir

Stunginn fimm sinnum með hnífi 
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 13:48

Stunginn fimm sinnum með hnífi 

-eftir átök tveggja hópa á nýársdagsmorgun. Kominn úr lífshættu. Tveir menn í gæsluvarðhald

Átján ára piltur úr Reykjanesbæ var stunginn fimm sinnum með hnífi í átökum tveggja hópa manna að morgni nýarsdags. Voru hnífsstungurnar lífshættulegar og gekkst maðurinn undir aðgerð en hann missti mjög mikið blóð. Hann er nú á batavegi.

Átökin áttu sér stað í heimahúsi og fyrir utan það í Reykjanesbæ. 

Voru mennirnir færðir í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík og tveir þeirra í framhaldi færðir í gæsluvarðhald grunaðir um þátt í verknaðinum. Þeir voru þar í tvo sólarhringa og sleppt að því loknu. 

Lögreglan verst allra frétta af málinu og segir það á viðkvæmu stigi þar sem enn sé verið að vinna úr gögnum sem tengjast málinu. 

Ungi maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunum hefur birt mynd af sér á Instagram þar sem hann segir frá málinu, m.a. hafi miltað verið tekið í aðgerðinni sem hafi tekið fjórar klukkustundir og hann hafi misst 4,5 lítra af blóði. Hann þakkar fyrir batakveðjurnar og segist koma sterkari og vitrari til baka