Blue Car rental
Blue Car rental

Fréttir

Ölvaður og sviptur ævilangt undir stýri
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 08:53

Ölvaður og sviptur ævilangt undir stýri

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um ölvunarakstur viðurkenndi að hafa neytt áfengis áður en að hann settist undir stýri. Jafnframt kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og var þetta í það minnsta í þriðja skipti sem hann hafði verið stöðvaður frá því að hann var sviptur.

Annar ökumaður sem tekinn var fyrir hraðakstur reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Einn ökumaður til viðbótar var tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur og annar ók sviptur ökuréttindum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs