Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Listahátíð barna og ungmenna í maí
Laugardagur 3. apríl 2021 kl. 07:26

Listahátíð barna og ungmenna í maí

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fagnar því að til stendur að halda Barna- og ungmennahátíð dagana 6.- 16. maí nk. með þátttöku allra skólastiga og stofnana Reykjanesbæjar og sérstökum fjölskyldudegi sunnudaginn 9. maí.

Ráðið hvetur stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili og bjóða upp á dagskrá, viðburði, fræðslu, tilboð eða annað sem við á og tengja sig þannig við hátíðina.