Fréttir

Grímuskylda í FS
Mánudagur 21. september 2020 kl. 09:06

Grímuskylda í FS

Að boði sóttvarnaryfirvalda hefur verið tekin upp grímuskylda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá og með deginum í dag, mánudeginum 21. september. Nemendur skólans hafa fengið tilkynningu þess efnis þar sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að fylgja reglum um grímuskyldu í skólabyggingunni.

„Við hvetjum nemendur til að mæta með grímu en einnig verður hægt að fá grímur í skólanum, við innganga og/eða á skrifstofu. Mikilvægt er að bera grímu allan tímann sem dvalið er í skólanum og passa jafnframt að halda eins metra fjarlægð milli manna. Því er upplagt að kynna sér rétta grímunotkun á covid.is. Einnig er mikilvægt að passa vel uppá handþvott og spritta hendur þegar komið er í skólann en spritt standar eru við alla innganga,“ segirt í tilkynningu frá stjórnendum skólans.

Þá eru nemendur sem sýna flensueinkenni hvattir til að halda sig heima og tilkynna veikindi á INNU. „Ef einhver þarf að fara í sóttkví er mikilvægt að skólinn fái þær upplýsingar ef grípa þarf til einhverra ráðstafana,“ segir að endingu í tilkynningu skólans.