Bílrúðuþjónustan
Bílrúðuþjónustan

Fréttir

Geta skimað fyrir mörgum alvarlegum hjartagöllum hjá nýburum
Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd af fésbókarsíðu HSS.
Mánudagur 24. febrúar 2020 kl. 14:12

Geta skimað fyrir mörgum alvarlegum hjartagöllum hjá nýburum

Fulltrúar frá kvenfélaginu Hvöt í Sandgerði komu færandi hendi á Ljósmæðravakt HSS í vikunni og gáfu deildinni sérstakan súrefnismettunarmæli, sem gerir fagfólkinu á deildinni kleift að skima fyrir mörgum alvarlegum hjartagöllum hjá nýburum.

Einnig getur mælirinn gefið vísbendingar um önnur vandamál eins lungnavandamál og sýkingar.

Jónína Birgisdóttir, yfirljósmóðir, þakkaði kvenfélagskonum kærlega fyrir gjöfina, og sagði stuðninginn ómetanlegan.