Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Framkvæmdir við undirgöng í Grindavík
Þriðjudagur 13. ágúst 2019 kl. 05:00

Framkvæmdir við undirgöng í Grindavík

Vegfarendur á leið um Víkurbraut við Suðurhóp í Grindavík þurfa í dag að fara hjáleið vegna framkvæmda við undirgöngin er fram kemur á vef Grindavíkurbæjar. Áætlað er að framkvæmdum við undirgöngin ljúki í október. Hjáleiðin er inn Hópsbrautina og til hægri inn Suðurhóp við hringtorgið. Þá er ekið um Suðurhóp, aftur inn á Víkurbrautina.