Fréttir

Erfiðar aðstæður í óveðri og þúsund manns bíða í flugvélum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 22. janúar 2023 kl. 16:07

Erfiðar aðstæður í óveðri og þúsund manns bíða í flugvélum

Um eittþúsund farþegar hafa beðið í flugvélum Icelandair sem hafa ekki komist að flugstöðinni í óveðri frá því í morgun. Öllumm ferðum félagsins til Bandaríkjanna og til Evrópu sem voru á áætlun síðdegis í dag hefur verið aflýst. 

Ein Icelandair vél komst til Oslo í morgun og þá stendur til að reyna við eina ferð til Kaupmannahafnar í kvöld. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Veðrið er að ganga niður þegar þetta er ritað kl. 16 en á ýmsu hefur gengið á flugvellinum, m.a. snerist ein flugvél Icelandair í hálfhring í mestu látunum. Vélin var þó mannlaus. 

Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í morgun hvernig aðgerðir vegna óveðursins gengu:

Miklar aðgerðir standa yfir þessa stundina á Keflavíkurflugvelli þar sem unnið er að því að koma farþegum úr þeim flugvélum sem lentu snemma í morgun. Aðgerðir ganga vel en sökum óhagstæðra vinda og veðurskilyrða þarf að beita óhefðbundnum aðferðum. Stórar bifreiðar eru notaðar til þess að skýla vindi frá stigabílum sem fá þá tækifæri til þess að leggja upp að vélunum. Þar eru svo fulltrúar frá björgunarsveitunum að störfum við að leiða farþega út úr vélunum og í rútur.“