Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Fréttir

Bæjarráð áréttar að í gildi eru rekstrarsamningar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 20. nóvember 2022 kl. 08:55

Bæjarráð áréttar að í gildi eru rekstrarsamningar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar áréttar að í gildi eru rekstrarsamningar milli Suðurnesjabæjar og rekstraraðila leikskólanna í sveitarfélaginu. Ef rekstraraðili óskar eftir breytingum á þjónustu leikskóla þá leitar verktaki eftir samkomulagi við verkkaupa um breytta starfsemi á grundvelli rekstrarsamnings.

Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs en á 50. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 2. nóvember var tekið fyrir minnisblaði er snýr að lokun leikskóla á milli jóla- og nýárs og því vísað til frekari úrvinnslu í bæjarráði.