Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Viðskipti

Plastlausa Matarbúðin Nándin opnar í Keflavík
Miðvikudagur 23. febrúar 2022 kl. 15:28

Plastlausa Matarbúðin Nándin opnar í Keflavík

Plastlausa Matarbúðin Nándin opnaði að Básvegi 10 í Keflavík þriðjudaginn 22.02.2022. Verslunin býður upp á úrval af alvöru mat frá íslenskum bændum, smáframleiðendum, fiskverkendum, sælgætisframleiðendum og bökurum. 

Boðið er upp á plastlaust íslenskt grænmeti, úrval af ávöxtum og áhersla á að hafa lífrænt þegar hægt er. Vegan vörur í úrvali ásamt því að verslunin ætlar að leggja áherslu á að bjóða glúteinfríar vörur. Mjólkurvörur á flöskum, bæði sveitamjólk beint frá býli og laktósafríar mjólkurvörur frá Örnu. Ferskir ávaxtasafar og bústar, heilsuvörur og hreinlætisvörur.

Vörunum er pakkað í sellofan sem má fara í jarðgerðartunnu eða í lífræna ruslið. Öllu gleri má skila  í Matarbúðina sem er með þvotta og sótthreinsistöð á staðnum. Viðskiptavinir geta séð inn í þvottastöðina og pökkunina í gegnum gler. Það er boðið upp á úrval af umbúðalausum hreinlætisvörum og íslenskum snyrtivörum. Einnig er á staðnum kaffihús þar sem hægt er að kaupa gæða kaffi, úrval af bakkelsi, óáfeng vín og búblur ásamt ís úr ísvél.

Opið milli 11-18 virka daga. Allir velkomnir.