Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Allir þurfa að hafa bókhaldið í lagi
Vinnufélagar Hörpu frá lífeyrissjóðnum Festu þar sem hún starfaði síðast heimsóttu hana á nýja vinnustaðinn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. janúar 2020 kl. 15:19

Allir þurfa að hafa bókhaldið í lagi

– segir Harpa Sævarsdóttir hjá Plús ehf.

Harpa Sævarsdóttir opnaði nýtt fyrirtæki sem heitir Plús ehf. og sinnir í því bókhaldi og ráðgjöf. Hún er í heilsueflandi umhverfi ef svo má segja því hún deilir skrifstofuhúsnæði með Sigurbjörgu Gunnarsdóttur í Hreyfisporti en þær hófu nýlega rekstur undir sama þaki að Hafnargötu 35 í Keflavík.

Harpa sem er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun, hún hefur að auki 25 ára reynslu í bókhaldi og uppgjöri. Harpa segir að auk þess að taka að sér bókhald og ráðgjöf þá taki hún að sér þjálfun í bókhaldi sem geti hentað mörgum sem séu að hefja rekstur. Hún jánkar því að bókhald sé eitt það mikilvægasta í rekstri fyrirtækja. „Það þurfa allir að hafa bókhaldið og pappírsmál í lagi í sínum rekstri og vanda til verka,“ segir Harpa.

Public deli
Public deli

Harpa og Sigurbjörg Gunnarsdóttir hjá Hreyfisporti en þær deila húsnæði við Hafnargötu 35 í Keflavík.