Pistlar

FS-ingur vikunnar: Stefnir á  að fara í lýðháskóla
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 9. maí 2022 kl. 12:49

FS-ingur vikunnar: Stefnir á að fara í lýðháskóla

Katrín Freyja Ólafsdóttir er nítján ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af líkamsrækt og þjálfar frjálsar íþróttir hjá íþróttafélaginu Nes. Katrín stefnir á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift og langar að verða innanhússarkitekt. Katrín Freyja er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er allt skemmtilega fólkið og félagslífið.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Róbert Andri veður frægur leikari, hann var geggjaður í leikritinu Grease.

Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar nemendafélagið fór saman í bústaðarferð og fórum í vatnsblöðrustríð.

Hver er fyndnastur í skólanum? Svava Ósk er fyndnust.

Hver eru áhugamálin þín? Mín áhugamál eru líkamsrækt og að ferðast.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að missa einhvern nákominn.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru svo mörg en hlusta mikið á Aron Can.

Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er jákvæð og réttsýn.

Hver er þinn helsti galli? Að vera sein er minn helsti galli.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota TikTok mest.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég myndi segja jákvæðni og góður húmor.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift en langar að verða innanhússarkitekt og einkaþjálfari í framtíðinni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hress.