Rafiðnaðarfélag
Rafiðnaðarfélag

Pistlar

Dug- og samstöðuleysi
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 06:35

Dug- og samstöðuleysi

Halló. Halló. Er einhver heima? Það er allt slökkt. Ekki bara í einu húsi, heldur öllum. Sjaldan hefur dug- og samstöðuleysi Suðurnesjamanna endurspeglast jafn vel og í rafmagnsleysi mánudagsins. Í áraraðir hefur verið talað um mikilvægi Suðurnesjalínu 2.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

En það er bara talað og skrifað en ekkert gert. Þetta er eins og þjóðaríþrótt hjá Suðurnesjamönnum. Smæsta smákóngaríkið á svæðinu hefur komist upp með að halda hinum í gíslingu og væntanlega er besta lausnin að gefa þetta þorp Hafnfirðingum. Gætum hent með einum eða tveimur knattspyrnumönnum í kaupbæti. Næg er eftirspurnin úr Hafnarfirði eftir gömlu dóti af Suðurnesjum. Hluti af lausninni væri að byggja hraðlest Runólfs fyrst á milli Voga og Hafnarfjarðar - í göngum undir sjó. Eitt sveitarfélag sameinað af snilld. Jafnvel mætti rúlla rafstreng neðanjarðar með. Þetta er nefnilega ekkert mál. Sérfræðingarnir á samfélagsmiðlunum  vita það því þeir voru fljótir að stökkva fram og hneykslast yfir að ekki væri búið að henda línunni í jörð. Þetta væri ekkert mál. Kannski er aðeins flóknara og dýrara að setja háspennustreng í jörð en að skrifa það á Facebook. Kannski má hafa til hliðsjónar Reykjanesbrautina sem hefur tekið 20 ár að tvöfalda og verkinu er enn ekki lokið. En að setja lest í göng til höfuðborgarinnar. Það er ekkert mál, frekar en að byggja flugvöll í Hvassahrauni. En er einhver ástæða að vera með fólksflutninga inni á svæði þar sem grunninnviðir standast ekki kröfur nútímans og hamla atvinnuppbygginu aðra en þá að hrúga þangað flóttamönnum án nokkurs samráðs við sveitarfélögin.

Að öllu gamni slepptu þá er það grafalvarleg staða fyrir samfélag á norðurhjara yfir háveturinn þegar kjörnir fulltrúar í landsmálum og sveitarstjórnum geta hvorki tryggt sómasamlegan snjóruðning eða að grunninnviðir eins og rafmagn og rennandi vatn séu til staðar. 

Nýir vendir sópa best. 

Margeir Vilhjálmsson.