Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Fréttir

Dreginn vélarvana til Sandgerðis
Benni Sæm GK kemur með Hópsnes GK til Sandgerðis nú undir kvöld. VF/hilmarbragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 5. janúar 2026 kl. 18:39

Dreginn vélarvana til Sandgerðis

Benni Sæm GK kom með vélarvana Hópsnes GK til Sandgerðis nú undir kvöld eftir að Hópsnesið hafði orðið vélarvana vestur af Stafnesi. Engin hætta var á ferðum og gott í sjóinn.

Taug var komið á milli bátanna og stefnan tekin á Sandgerði þangað sem bátarnir komu undir kvöld. Innan hafnar tók svo Geirfugl GK við spottanum og dró Hópsnesið að löndunarkrönum á norðurgarðinum en Benni Sæm GK fór á suðurgarðinn til löndunar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Á sama tíma og Benni Sæm GK var að koma inn til hafnar með Hópsnes fór björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein og björgunarbáturinn Njörður úr höfn í Sandgerði og stefndu að Hafnabergi. Þar var bátur í vanda, eins og greint er frá í annarri frétt hér á vf.is.

Hópsnes GK varð vélarvana vestur af Stafnesi í dag.
Geirfugl GK tók við spottanum innan hafnar og kom Hópsnesi GK að bryggju.