Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Fréttir

Fimm af síðustu sex dúxum í FS koma úr sundinu
Guðmundur Leo, dúx á haustönn 2025 og sundmaður. Mynd/Oddgeir Karlsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 7. janúar 2026 kl. 06:52

Fimm af síðustu sex dúxum í FS koma úr sundinu

Afrekssundfólk úr ÍRB hefur á undanförnum árum ekki bara staðið sig vel í vatninu heldur einnig í námi en fimm af síðustu dúxum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa verið sundmenn. Dúx á síðustu haustönn var GuðmundurLeo Rafnsson en hann er margfaldur Íslandsmeistari í baksundi og keppti nýlega á Evrópumeistaramótinu í sundi. Þá hefur farið á heimsmeistaramót í opnum flokki.

Það er greinilegt að það er eitthvað í vatninu í Vatnaveröld í Reykjanesbæ en Guðmundur Leo er fimmti sundmaðurinn úr síðustu sex útskriftum sem dúxar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Síðustu sex dúxar FS hafa verið:

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

2023 Vor: Stefán Elías Davíðsson Berman með 9,72, kemur úr sundinu

2023 Haust: Kári Snær Halldórsson með 9,32, kemur úr sundinu

2024 Vor: Alexander Logi Jónsson með 9,97, kemur úr sundinu (hæsta einkunn í sögu skólans)

2024 Haust: Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir, kemur úr sundinu (ekki birt einkunn)

2025 Vor: Ísabella Auður Nótt Matthíasdóttir með 9,69 ekki úr sundinu

2025 Haust: Guðmundur Leo Rafnsson með 9,71 kemur úr sundinu.

Það er líklega eitthvað í vatninu í Vatnaveröld í Reykjanesbæ, en þjálfari allra þessa fyrrverandi og núverandi sundmanna er Steindór Gunnarsson.