Öruggt hjá Njarðvík og Grindavík - eru í 1. og 2. sæti Bónus deildar kvenna
Njarðvíkurkonur tróna efst á toppi Bónusdeildarinnar í körfubolta en þær sigruðu KR í gær í Icemar höllinni í Innri Njarðvík. Sigur þeirra grænu var öruggur og lokatölur 106-75. Þær grindvísku, sem eru í 2.-3. sæti deildarinnar gerðu góða ferð í Garðabæinn og lögðu Stjörnna nokkuð örugglega 83-99. Keflavík leikur í kvöld við Hauka á útivelli.
Leikurinn í Icemar höllinni varð aldrei spennandi. Njarðvíkingar byrjuðu með látum og leiddu með tólf stigum í hálfleik og eftir jafnan þriðja leikhluta völtuðu þær yfir stelpurnar úr Vesturbæ Reykjavíkurborgar og kláruðu dæmið létt. Tvær af bestu körfuboltakonum deildarinnar, þær Danaielle V. Rodriguez var með 25/9 fráköst/5 stoðsendingar og Brittany Dinkins 21/8 fráköst/12 stoðsendingar voru gríðarlega öflugar en heimastelpurnar Helena Rafnsdóttir, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir voru líka góðar. Njarðvík er með mjög sterkt lið og það kæmi fáum á óvart þó UMFN verði meistari í ár.
Grindavík er líka með sterkt lið. Eftir að hafa verið undir í hálfleik tóku þær völdin í síðari hálfleik og innsigluðu 83-99 sigur á útivelli. Farhiya Abdi skoraði 21 stig og Abby C. Beeman 20/6 fráköst og 20 stoðsendingar voru mest áberandi hjá UMFG en eins og hjá Njarðvík komu heimastelpurnar líka sterkar inn, Þórey Tea Þorleifsdóttir, Isavella Ósk og Ólöf Rún Óladóttir.
Njarðvík-KR 106-75 (23-17, 26-17, 24-26, 33-15)
Njarðvík: Danielle Victoria Rodriguez 25/9 fráköst/5 stoðsendingar, Brittany Dinkins 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 17/5 fráköst, Paulina Hersler 15/9 fráköst, Sara Björk Logadóttir 9, Hulda María Agnarsdóttir 8, Inga Lea Ingadóttir 3, Kristín Björk Guðjónsdóttir 2, Aníta Rut Helgadóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 2/4 fráköst, Helga Jara Bjarnadóttir 2, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0.
KR: Rebekka Rut Steingrímsdóttir 20/6 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 19, Eve Braslis 12/14 fráköst, Molly Kaiser 9, Hanna Þráinsdóttir 5, Lea Gunnarsdóttir 3, Anna María Magnúsdóttir 3, Perla Jóhannsdóttir 2, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2/9 fráköst, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Kaja Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.
Stjarnan-Grindavík 83-99 (27-26, 23-18, 13-30, 20-25)
Stjarnan: Stina Josefine Almqvist 26/9 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 14, Berglind Katla Hlynsdóttir 11/7 fráköst, Fanney María Freysdóttir 4, Elísabet Ólafsdóttir 3, Sigrún Sól Brjánsdóttir 2/4 fráköst, Ingibjörg María Atladóttir 0, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.
Grindavík: Farhiya Abdi 21, Abby Claire Beeman 20/6 fráköst/20 stoðsendingar, Ellen Nystrom 19/8 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 16, Isabella Ósk Sigurðardóttir 10/14 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 8, Ólöf María Bergvinsdóttir 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0.
Áhorfendur: 167




