Stuðningur við Helguvíkurhöfn verði færður framar
Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar lýsir vonbrigðum með að stuðningur við hafnarframkvæmdir í samgönguáætlun 2026–2040 falli ekki að uppbyggingartíma. Sérstaklega er kallað eftir því að stuðningur við Helguvíkurhöfn verði færður framar, þar sem lengja þurfi viðlegukant Norðurbakka um 100 metra á næstu þremur árum til að hamla ekki fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu.




