Keflavík sá aldrei til sólar í Hafnarfirði
Keflavíkurkonur sáu aldrei til sólar gegn Haukum í Hafnarfirði í leik liðanna í Bónus deild kvenna í gær. Haukar unnu stóran sigur, 94-73.
Haukakonur mættu grimmar til leiks og og hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga í fyrri hálfleik en staðan í leikhlé var 46-28, 18 stiga munur.
Keflvíkingar komu til baka í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í 11 stig en héldu það ekki út í síðasta leikhlutanum og töpuðu stórt.
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 27 stig og Anna Ingunn Svansdóttir 16 hjá Keflavík.
Eftir leikinn er Keflavík í 4.-6. sæti með Val og Haukum. Njarðvíkingar eru á topnnum.
Haukar-Keflavík 94-73 (29-14, 17-14, 19-26, 29-19)
Haukar: Amandine Justine Toi 22/8 fráköst/11 stoðsendingar, Krystal-Jade Freeman 19/14 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 18/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 18, Rósa Björk Pétursdóttir 8/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7/9 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0, Agnes Jónudóttir 0.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 27/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 16, Keishana Washington 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Agnes María Svansdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Sofie Tryggedsson Preetzmann 0/6 fráköst.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson
Áhorfendur: 122




