Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni
Fimmtudagur 8. janúar 2026 kl. 10:09

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Landris og kvikusöfnun í Svartsengi er áfram stöðug og með svipuðu móti og undanfarnar vikur, segir í nýrri samatekt frá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt líkanreikningum hafa nú rúmlega 19 milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi í júlí. Áfram eru því auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi hleypur á nokkrum mánuðum. 

Kvikusofnun-2026-1-6

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Niðurstaða líkanreikninga sem sýna heildarrúmmál fyrir hvert kvikusöfnunartímabil við Svartsengi frá desember 2023. Appelsínugulu súlurnar sýna heildarrúmmál sem safnaðist milli kvikuhlaupa eða eldgosa. Rauða súlan táknar rúmmálið sem safnast hefur frá eldgosinu í júlí til dagsins í dag. Gráa skyggða svæðið afmarkar rúmmálið sem hefur þurft að safnast undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði síðan í mars 2024. 

Jarðskjálftavirkni 

Áfram mælist lítil jarðskjálftavirkni á svæðinu. 

Hættumat 

Hættumat Veðurstofunnar er áfram óbreytt og gildir til 3. febrúar. Veðurstofan heldur áfram að fylgjast náið með þróuninni og uppfærir matið ef breytingar verða á virkninni. 

2026-01-06_haettumatskort_VI