Ótrúlegur sigur Grindvíkinga á UMFN - Keflvíkingar slakir í Breiðholtinu
Grindvíkingar styrktu stöðu sína á toppi Bónus deildarinnar í körfubolta karla þegar þeir unnu Njarðvíkinga í Icemar höllinni í framlengdum og mögnuðum leik. Keflvíkingar fór ekki ferð til fjár í Breiðholtið og töpuðu Remy lausir gegn ÍR. Grindavík er á toppnum með fjögurra stiga forskot.
Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Njarðvíkingar góðu forskoti og þegar skammt er til leiksloka var fátt sem bendi til annars en langþráðs sigurs heimamanna. Þegar 37 sekúndur eru til leiksloka og Njarðvíkingar með boltann leiddu heimamenn með níu stigum. Á þessari hálfu mínútu náðu Grindvíkingar með tveimur þristum og þremur vítastigum að jafna leikinn og kláruðu svo leikinn í spennandi framlengingu. Lokatölur 123-124 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 113-113.
Khalil Shabazz skoraði mest hjá Njarðvík, 34 stig og Veigar Páll Alexandersson skoraði 23 stig og átti frábæran leik eins og UMFN liðið allt þó það hafi ekki dugað til sigurs. Sven Smajlagic, nýr leikmaður UMFN kom vel út og mun styrkja liðið. Líkurnar á því að lið tapi níu stigum yfir þegar hálf mínúta er eftir, eru mjög litlar og Njarðvíkingar voru einhvern veginn pínu værukærir í lokin. Þetta átti ekki að vera hægt.
Grindvíkingar fóru ekki í gang fyrr en í blálokin. Þeir voru mest 15 stigum undir en með seiglu tókst þeim að minnka muninn með frábærum leik, baráttu og smá heppni.
Khalil Shabazz er öflugur leikmaður, hann lék vel og skilaði 34 stigum í hús. Jordan Semple var með 27 stig og átti stærstan þátt í því að Grindvíkingar komu svona sterkt til baka á síðustu mínútunum og í blálokin.
Áramótasteikin virtist hafa tekið sinn toll hjá Keflvíkingum því þeir voru undir allan tímann í Breiðholintu og ÍR-ingar voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum. Ókláruð pappírsmál hjá hinu opinbera komu í veg fyrir að Remy Martin lék sinn fyrsta leik með Keflavík á þessari leiktíð og bítlabæjarliðið mætti því Kanalaust til leiks.
Heimamenn voru miklu ákveðnari og söfnuðu góðu forskoti jafnt og þétta. Þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta leiddu ÍR-ingar með 17 stigum en Keflvíkingar skoruðu átta síðustu stig leihlutans og minnkuðu muninn í 9 stig. Bjuggu sér til líflínu. Keflvíkingar fór í gang í lokin, héldu áfram og minkuðu muninn í þrjú stig. Það var hörku spenna á lokamínútunum og Keflvíkingar höfðu möguleika í síðustu sókninni að jafna leikinn en klúðruðu sókninni og ÍR fagnaði sigri. Lokatölur 86-89 fyrir ÍR.
Mirza Bulic skoraði 22 stig hjá Keflavík og Hilmar Pétursson 16.
Hilmar Bragi smellti nokkrum myndum sem sjá má hér að neðan.
ÍR-Keflavík 89-86 (29-24, 25-21, 25-25, 10-16)
ÍR: Dimitrios Klonaras 31/10 fráköst, Tsotne Tsartsidze 21/12 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 19/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/12 fráköst, Jacob Falko 6/12 stoðsendingar, Tómas Orri Hjálmarsson 4, Sigurþór Hjörleifsson 0, Hannes Gunnlaugsson 0, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Frank Gerritsen 0.
Keflavík: Mirza Bulic 22/14 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Craig Edward Moller 11, Ólafur Björn Gunnlaugsson 10, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Egor Koulechov 10/6 fráköst, Jaka Brodnik 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 0, Daniel Eric Ottesen Clarke 0, Nikola Orelj 0, Frosti Sigurðarson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frímannsson
Áhorfendur: 389
Njarðvík-Grindavík 123-124 (28-27, 25-24, 30-20, 30-42, 10-11)
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 32/14 fráköst, Brandon Averette 24/8 fráköst/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 23/11 fráköst/9 stoðsendingar, Dominykas Milka 17/8 fráköst, Sven Smajlagic 14/8 fráköst, Bóas Orri Unnarsson 6, Snjólfur Marel Stefánsson 4/5 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 3, Sigurður Magnússon 0, Almar Orri Jónsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Ómar Orri Gíslason 0.
Grindavík: Khalil Shabazz 34/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Jordan Semple 27/12 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/5 fráköst,
8, Ragnar Örn Bragason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Isaiah Coddon 0, Unnsteinn Rúnar Kárason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Áhorfendur: 600
Staðan:
1 Grindavík 12 11 1 1156 - 1062 22
2 Valur 12 9 3 1116 - 1081 18
3 Tindastóll 12 9 3 1236 - 1066 18
4 Keflavík 12 8 4 1121 - 1065 16
5 Stjarnan 12 7 5 1204 - 1114 14
6 Álftanes 12 5 7 1103 - 1085 10
7 ÍR 12 5 7 1070 - 1121 10
8 KR 12 5 7 1166 - 1147 10
9 Þór Þ. 12 4 8 1094 - 1165 8
10 Njarðvík 12 4 8 1197 - 1185 8
11 ÍA 12 3 9 1050 - 1213 6
12 Ármann 12 2 10 1030 - 1239 4

Khalil Shabazz sækir að körfu UMFN. Nýi leikmaður Njarðvíkinga, Sven Smajlagic reynir að verjast.


Grindvíkingurinn Arnór Tristan Helgason var öflugur.

Daninn Mortensen hjá UMFG og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson komu mikið við sögu í leiknum.






