Enn bætist í leikmannahóp Keflavíkur
Þorlákur Breki Baxter er nýr leikmaður hjá Keflavík og kemur frá Stjörnunni en hann hefur skrifað undir samning til ársins 2029. Þorlákur Breki er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Keflavíkur fyrir komandi keppnistíð í Bestu deildinni í knattspyrnu.
Baldur Logi Guðlaugsson og Dagur Ingi Valsson voru kynntir nýlega og von er á enn meiri liðsstyrk.
Breki er spennandi og fjölhæfur leikmaður sem kemur til okkar frá Stjörnunni, en lék á láni með ÍBV á síðasta tímabili. Tímabilið 2023–2024 var hann hjá Lecce á Ítalíu áður en hann sneri aftur til Stjörnunnar. Breki hefur jafnframt verið viðloðandi yngri landslið Íslands og bætir bæði gæðum og framtíðarsýn í hópinn.






