Bæjarráð vill að leitað verði annarrar lausnar um bílastæði við HSS
Bæjarráð Reykjanesbæjar telur tillögu húsnæðisnefndar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) um fjölgun bílastæða við stofnunina ekki vera góðan kost og óskar eftir því að leitað verði heppilegri lausnar.
Málið var tekið fyrir á 539. fundi bæjarráðs 20. nóvember 2025. Þar var lagt fram erindi frá húsnæðisnefnd HSS þar sem óskað var eftir fjölgun bílastæða við stofnunina.
Bæjarráð felur umhverfis- og framkvæmdasviði Reykjanesbæjar að vinna að því, í samvinnu við húsnæðisnefnd HSS, að finna aðra og heppilegri útfærslu á bílastæðamálum við HSS.
Jafnframt var Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.





