Markmiðið að halda sér í Bestu deildinni - hugur í Keflvíkingum
„Það er mikill spenningur og tillhlökkun fyrir komandi keppnistíð í Bestu deildinni. Markmiðið er að halda sæti í deildinni og við erum bjartsýnir á það verkefni. Svo er metnaður hjá konunum að gera betur en á síðustu leiktíð en leikmannahópurinn er ungur,“ sagði Böðvar Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur á kynningarfundi með leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins í Blue höllinni, fyrir komandi knattspyrnutíð.
Formaðurinn sagði mikinn hug í leikmönnum karla og kvennaliðsins en þær leika í næst efstu deild.
Markmið síðasta árs hjá körlunum náðist, sæti í Bestu deildinni eftir sigur í úrslitaleik gegn HK á Laugardalsvelli í október.
Harldur Guðmundsson, þjálfari karlaliðsins sagði málið skýrt um Keflavíkurliðið.
„Við teljum okkur eiga heima í Bestu deildinni og nýtt knattspyrnurár leggst vel í mig og hópinn. Það eru nokkrar breytingar á leikmannahópnum sem við erum ánægðir með og við mætum mjög spenntir til leiks,“ sagði Haraldur en deildin hefst um miðjan apríl.
Þrír nýir leikmenn hafa verið kynntir til leiks en von á er þeim fjórða á næstu dögum.
Æfingar eru hafnar og farið verður í æfingaferð í mars. Tvö minni mót eru að hefjast og mæta Keflvíkingar grönnum sínum úr Njarðvík á laugardaginn í Þungaviktarmótinu í Reykjaneshöllinni en í því eru fjögur Bestudeildarlið og tvö úr Lengjudeildinni.
Þjálfari kvennaliðsins er Vedran Medenjak en honum til aðstoðar eru Sigurður Ingi Bergsson og Aron Elís Árnson. Vedran var ekki á kynningarfundinum en hann kemur til landsins á næstu vikum.
Þjálfarateymi hjá körlunum skipa áfram þeir Haraldur Guðmundsson, Hólmar Rúnarsson og Ómar Jóhannsson.
Böðvar formaður lagði áherslu á í ávörpum sínum til leikmanna að efla félagsandann. Það skipti miklu máli. „Við erum síðan að bæta gæðin á ýmsum sviðum í okkar starfi, m.a. með ráðningu sjúkraþjálfara í fullt starf hjá félaginu en hann mun aðallega sinna meistaraflokkunum og 2. flokki.“







