Troðið á fyrsta heimaleiknum í Grindavík síðan 9. nóvember 2023
Það var margt um manninn og kátt á hjalla í íþróttahúsi Grindavíkur föstudaginn 3. október en þá fór fyrsti körfuboltaleikur í Íslandsmóti, fram í síðan 9. nóvember 2023 en allir vita hvað gerðist daginn eftir. Andstæðingur Grindvíkinga þetta kvöld voru grannarnir úr Njarðvík og var öllu til tjaldað í tilefni dagsins, hoppukastalar í eldra íþróttahúsinu, grillaðir hamborgarar sem var sporðrennt í þétt setinni Gjánni. Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum Grindvíkingum áður en leikurinn hófst.