Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Minning: Jónína Sigríður Jóhannsdóttir
Laugardagur 27. september 2025 kl. 06:00

Minning: Jónína Sigríður Jóhannsdóttir

Það er stutt á milli lífs og dauða.
Mánudaginn 25. ágúst komu Þórir bróðir minn og Jónína í kaffi til mín í bílskúrinn á Völlunum í Hafnarfirði. Jónína fann fyrir slappleika og leið, satt best að segja, ekki vel. Það liðu ekki nema þrír sólarhringar, þá var hún látin.

Kynni mín af Jónínu hófust fyrir um 62 árum, þegar hún var glæsileg ung stúlka úr Hafnarfirði sem var að skemmta sér í Krossinum í Njarðvík. Þar réðust örlögin, þegar Þórir bauð henni upp í dans og ók henni síðan heim á flotta Ford-bílnum sínum.

Frá þeim degi hefur ríkt hlýtt og náið samband við fjölskyldu þeirra. Leiðir okkar lágu víða saman – meðal annars áttum við á tímabili bæði fyrrnefndan Ford og sportveiðibát. Við aðstoðuðum hvort annað við byggingu einbýlishúsa okkar, áttum ótal heimsóknir og grillveislur sem skipta hundruðum, þar sem jafnan var boðið upp á það besta, bæði í mat og drykk.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Mér er einnig sérstaklega minnisstætt þegar ég bjó í Danmörku árið 2018 og þau hjón komu í heimsókn. Í þeirri ánægjulegu ferð heimsóttum við Steinþóru (látin) og Finn, Hrafnhildi systur Jónínu og fjölskyldu hennar, auk Gústa og hans fjölskyldu. Sú ferð mun seint fara mér úr minni, enda var einstaklega notalegt og ánægjulegt að ferðast með þeim hjónum.

Með þessum orðum vil ég þakka Jónínu fyrir allar góðu stundirnar í gegnum árin og senda innilegar samúðarkveðjur til Þóris, barna þeirra, barnabarna og allra ástvina sem nú eiga um sárt að binda

Ingvi I. Ingason.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025