Framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðarafstreng austan Þorbjarnarfells
Innviðanefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt beiðni HS Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bráðabirgðarafstrengs austan við Þorbjarnarfell. Umsóknina lagði fram Guðmundur Helgi Albertsson fyrir hönd fyrirtækisins.
Rafstrengurinn mun liggja frá Selhálsi, yfir hraunið og að tengingu rétt innan varnargarðs L7. Málið hafði áður verið tekið fyrir í bæjarráði en þar var óskað eftir samþykki innviðanefndar áður en framkvæmdaleyfi yrði veitt.