SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Unnið að eflingu velferðar nemenda
Stapaskóli hlaut hvatningarverðlaun menntaráðs fyrr á þessu ári fyrir framúrskarandi innleiðingu Heillaspors.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 5. október 2025 kl. 06:35

Unnið að eflingu velferðar nemenda

Kolfinna Njálsdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu Reykjanesbæjar, kynnti nýverið verkefnið Heillaspor á fundi menntaráðs. Verkefnið byggir á heildrænni nálgun sem miðar að því að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi.

Stapaskóli hlaut hvatningarverðlaun menntaráðs fyrr á þessu ári fyrir framúrskarandi innleiðingu Heillaspors, en skólinn hefur síðustu tvö skólaár unnið markvisst að því að þróa og innleiða verkefnið. Meginmarkmið verkefnisins er að efla félagslega og tilfinningalega velferð nemenda.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Að sögn Kolfinnu er unnið að frekari þróun verkefnisins í Stapaskóla, auk þess sem stefnt er að því að innleiða það í fleiri skólum í Reykjanesbæ með stuðningi og samstarfi við skrifstofu menntasviðs.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025