SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

128 nýjar íbúðir á Víkurbraut 10 og 14 í Keflavík
Séð til suðurs á þessari teikningu. Fjærst er Keflavíkurhöfn.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 4. október 2025 kl. 06:42

128 nýjar íbúðir á Víkurbraut 10 og 14 í Keflavík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Víkurbraut 10 og 14. Tillagan, sem unnin er af JeES arkitektum fyrir hönd Smáragarðs ehf., gerir ráð fyrir allt að 128 nýjum íbúðum í fimm fjölbýlishúsum.

Skipulagstillagan felur í sér húsaþyrpingu þar sem húsin verða á bilinu þrjár til sex hæðir. Undir inngarði verður bílageymsla og meirihluti bílastæða þar staðsettur, en gert er ráð fyrir gestastæðum ofanjarðar. Hlutfall bílastæða er 1,5 stæði á hverja íbúð. Á stórum hluta þessa svæðis var áður verslunin BYKO.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Heildarfjöldi íbúða verður um 128, með stærðum frá 60 til 120 fermetra. Íbúðirnar verða af fjölbreyttri gerð til að mæta þörfum bæði einstaklinga og fjölskyldna

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025