Vilja byggja fjölbýlishús með verslun og þjónustu við Vatnsnes í Keflavík
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að vinna megi tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn sem afmarkast af Víkurbraut, Básvegi, Vatnsnesvegi og Hrannargötu. JeES arkitektar leggja fram tillöguna fyrir hönd landeigenda og lóðarhafa.
Samkvæmt vinnslutillögu er gert ráð fyrir byggingum allt að fimm hæðum með blandaðri notkun íbúða, verslunar og þjónustu. Markmiðið er að skapa lifandi borgarbrag á reitnum þar sem íbúðir, verslun og þjónusta haldast í hendur.
Kynningu á vinnslutillögu er lokið og hefur samantekt umsagna og viðbrögð verið tekin saman í fylgiskjali. Ráðið leggur áherslu á að við frekari vinnu verði tekið mið af ábendingum sem bárust í ferlinu.