Atnorth
Atnorth

Fréttir

Skjálftahrina í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn
Föstudagur 3. október 2025 kl. 09:54

Skjálftahrina í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn

Stærsti skjálftinn 3,3 kl. 7:39 í morgun

Skjálftahrina hófst skömmu fyrir klukkan sjö í morgun við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn mældist klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar sem fylgt hafa í kjölfarið eru minni, flestir undir einum að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á þessi hrina sér ekki stað á Sundhnúksgígaröðinni, þar sem eldsumbrot hafa verið ítrekað undanfarið, heldur á öðru svæði við Krýsuvík og Kleifarvatn. Veðurstofan segir aðeins vera um skjálftahrinu að ræða og ekki vísbendingar um að gos sé að hefjast á þessum slóðum.

Fjöldi íbúa á Reykjanesi hefur fundið fyrir skjálftunum, einkum í Grindavík og í kringum Kleifarvatn. Engar tilkynningar hafa borist um tjón.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Viðvörunarstig Veðurstofunnar vegna eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni var hækkað fyrir um viku síðan þegar kvikumagn í Svartsengi náði ákveðnum mörkum. Þá var varað við að gos gæti hafist með litlum fyrirvara. Núverandi skjálftahrina tengist því þó ekki.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025